Erfðanefnd landbúnaðarins

Birki

Home 5 Forest 5 Birki

Íslenskt birki (Betula pubescens) er afar fjölbreytilegt með tilliti til vaxtarlags, vaxtargetu og útlits, jafnt innan og milli landshluta. Um 80% náttúrlegra, íslenskra birkiskóglenda ná ekki 2 m meðalhæð og teljast því kjarrlendi en á austanverðu landinu eru birkiskógar almennt hávaxnari. Verulegur hluti þessa breytileika stafar af erfðaflæði milli birkis og fjalldrapa (Betula nana).

Til eru nokkur yrki og kvæmi birkis á Íslandi sem búa yfir innbyrðis breytileika.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us