Erfðanefnd landbúnaðarins

Alaskaösp

Home 5 Forest 5 Alaskaösp

Fjöldi nafngreindra, vel þekktra og vel prófaðra klóna af alaskaösp (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) eru í notkun hérlendis. Græðlingaframleiðsla á skilgreindum klónum fer fram á vegum Skógræktar ríkisins en einnig eru einkareknar gróðrarstöðvar með eigin framleiðslu sem þó er ekki vottuð. Á undanförnum árum hafa stýrðar víxlanir farið fram með það að markmiði að kynbæta alaskaösp m.t.t. þols gegn asparryði. Afkvæmatilraunir hafa verið gróðursettar og vonir standa til að á næstu arum verði hægt að velja hóp nýrra vel aðlagaðra, vel vaxinna og ryðþolinna klóna til fjölgunar. Einnig hafa verið framleiddir á fjórða hundrað blendingsklónar af alaskaösp og Populus deltoides sem bíða úrvals og prófunar.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us