Erfðanefnd landbúnaðarins

Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki 2021

Meginhlutverk erfðanefndar landbúnaðarins er að vinna að varðveislu og sjálfbærri nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði. Í því skyni hefur nefndin ákveðið að verja fjármunum í að styrkja einstök afmörkuð verkefni sem falla að því hlutverki. Vísað er til stefnumörkunaráætlunar erfðanefndar varðandi nánari áherslur nefndarinnar, sjá vefsíðu nefndarinnar; www.agrogen.is. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni á eftirfarandi sviðum:

  • rannsóknir er lúta að varðveislu og viðhaldi á erfðaauðlindum í landbúnaði.
  • lokaverkefni til prófs á háskólastigi er tengjast varðveislu og/eða nýtingu á erfðaauðlindum í landbúnaði.
  • aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri varðveislu og/eða nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði.
  • kynning og fræðsla fyrir almenning um erfðaauðlindir í landbúnaði og gildi þeirra.

Einstaklingar og félagasamtök eru hvött til að sækja um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að stuðla að varðveislu og/eða sjálfbærri nýtingu innlendra erfðaauðlinda í landbúnaði. Að jafnaði verða veittir styrkir á bilinu kr. 200 – 700 þús. Sérstök eyðublöð má finna á heimasíðu erfðanefndar www.agrogen.is.

Umsóknum skal skilað fyrir 15. apríl 2021 til Birnu Kristínar Baldursdóttur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes (birna@lbhi.is).

Umsóknareyðublað

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us