Erfðanefnd landbúnaðarins

Stafafura

Home 5 Forest 5 Stafafura

Mestur hluti stafafuru (Pinus contorta) sem ræktuð er á Íslandi er ættuð frá Skagway í Alaska og hefur hún reynst vel aðlöguð um land allt. Á síðustu árum hefur nóg verið safnað af innlendu fræi til að annast eftirspurn og líklegt er að svo verði yfirleitt áfram.

Nokkuð er þó flutt inn af stafafurufræi frá Yukon og Bresku Kólumbíu til gróðursetningar á Norður- og Austurlandi. Ekki eru áform um úrval eða kynbætur á stafafuru.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us