Erfðanefnd landbúnaðarins

Víðitegundir

Home 5 Forest 5 Víðitegundir

Allmargir nafngreindir klónar eru til af nokkrum víðitegundum (Salix spp.) og græðlingarækt á skilgreindum klónum fer fram víða. Eftirspurnin er einkum eftir innfluttu tegundunum alaskavíði, jörvavíði og viðju í skjólbeltarækt og innlendu tegundunum gulvíði og loðvíði til uppgræðslu.

Af alaskavíði og jörvavíði eru notaðir skilgreindir klónar sem reyndir hafa verið í klónatilraunum víða um land en að mestu óvalinn, lítt prófaður og/eða óskilgreindur efniviður af viðju, gulvíði og loðvíði.

Aðrar víðitegundir eru minna notaðar, en af mörgum þeirra eru þó til nafngreindir klónar sem prófaðir hafa verið í klónatilraunum.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us