Erfðanefnd landbúnaðarins

Eldisstofnar – Bleikja

Háskólinn á Hólum hefur umsjón með kynbótum á bleikju samkvæmt samningi við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Sá stofn, sem verið er að kynbæta á Hólum, er blanda sjö íslenskra bleikjustofna. Verðmæti kynbætta stofnsins felst fyrst og fremst í þeim vaxtarhraða sem hann hefur umfram villta stofna í eldi og að kynþroska í stofninum hefur verið seinkað með kynbótum. Á meðan bleikjueldi verður stundað í landinu eru það hagsmunir þess að haldið verði áfram að kynbæta stofninn. Hætta á að stofninn líði undir lok er ekki mikil á meðan vilji er til að varðveita hann.
Stofnfiskur hf. hefur stundað sjálfstæðar kynbætur á bleikju síðan 1991. Núverandi kynbótaverkefni fyrirtækisins í bleikju byggist á úrvali fyrir vaxtarhraða og seinkun kynþroska þar sem DNA greiningar eru notaðar í stað merkinga.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us