Erfðanefnd landbúnaðarins

Leiðir til varðveislu búfjárkynja

Home 5 Markmið 5 Leiðir til varðveislu búfjárkynja

Búfé

Nautgripir

  • Í búnaðarlögum er Bændasamtökum Íslands falin mótun og framkvæmd kynbóta íslenska sauðfjárstofnsins. BÍ er þannig eðlilegur samstarfsaðili erfðanefndar um það er hann varðar.
  • Fylgjast náið með ástandi stofnsins og kynbótamarkmiðum.
    Hvetja ræktendur til að taka tillit til sérstöðu kúastofnsins, s.s. litafjölbreytni og samsetningu mjólkur o.fl.
  • Hvetja ræktendur til þess að nýta aðgerðir við kynbótamat sem draga úr aukningu í skyldleikarækt í stofninum.
  • Hvetja ráðgefandi aðila til að nota EVA forritið eða sambærilegt forrit til að velja naut til sæðinga og stýra notkun þeirra.
  • Gera úttekt á verðmæti og verndunargildi kúastofnsins. Þar verði einnig tekið á ræktun og viðhaldi verndaðs stofns ef til innflutnings kemur.
    Á fimm ára fresti mun erfðanefnd óska eftir skýrslu frá BÍ um erfðafræðilegt ástand stofnsins og kynbótamarkmið.

Sauðfé

  • Í búnaðarlögum er Bændasamtökum Íslands falin mótun og framkvæmd kynbóta íslenska sauðfjárstofnsins. BÍ er þannig eðlilegur samstarfsaðili erfðanefndar um það er hann varðar.
  • Hvetja ræktendur til að viðhalda erfðafræðilegri sérstöðu sauðfjárstofnsins, s.s. litafjölbreytni, hornalags, frjósemiseiginleika o.fl.
    Að leitast við að ná öllu forystufé landsins inn í skýrsluhald.
  • Gerð verði verndaráætlun fyrir íslenska forystuféð með það að markmiði að draga úr aukningu skyldleikaræktar.
  • Á fimm ára fresti mun erfðanefnd óska eftir skýrslu frá BÍ um erfðafræðilegt ástand stofnsins og kynbótamarkmið.

Hross

  • Í búnaðarlögum er Bændasamtökum Íslands falin mótun og framkvæmd kynbóta íslenska hrossastofnsins. BÍ er þannig eðlilegur samstarfsaðili erfðanefndar um það er hann varðar.
  • Hvetja ræktendur til að viðhalda erfðafræðilegri sérstöðu hrossastofnsins, s.s. litafjölbreytni og gæta þess að einstakir litir glatist ekki úr stofninum.
    Hvetja ræktendur til að sporna gegn aukningu skyldleikaræktar með hliðstæðum aðferðum og í öðru búfé.
  • Fela erfðalindasetri LbhÍ að fylgjast með tíðni lita innan stofnsins.
    Á 5 ára fresti mun erfðanefnd óska eftir skýrslu frá BÍ um erfðafræðilegt ástand stofnsins og kynbótamarkmið.

Geitur

  • Bændasamtök Íslands verði skilgreind sem ræktunarfélag íslenska geitastofnsins og gefi erfðanefnd árlega skýrslu um ástand hans.
    Núverandi stuðningskerfi við geitfjáreigendur verði aukið þar til stofnstærð nái a.m.k. þeim alþjóðlegu viðmiðum sem viðurkennd eru fyrir stofna í útrýmingarhættu.
  • Stjórnvöld og Bændasamtök Ísland beiti sér fyrir því að stofnað verði fagráð sem móti stefnu í ræktun, nýtingu og verndun íslensku geitarinnar.
    Skýrsluhald verði með þeim hætti að ætterni allra gripa verði öruggt og rekjanlegt.
  • Leitað verði leiða til að fjölga í stofninum og dreifa honum víðar um landið en nú er.
  • Komið verði upp sæðisbanka og reglulegum sæðingum á geitum þannig að stofninn geti myndað einn ræktunarhóp.
    Leitað verði leiða til að auka nytjar af geitum og að veittur verði stuðningur til framleiðslu afurða.

Hænsn

  • Gert verði samkomulag við Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna um að halda skrá yfir fjölda ræktenda og fjölda fugla innan vébanda félagsins og skila skýrslum til erfðanefndar árlega.
  • Stutt verði við sérstök smærri verkefni til styrktar hænsnastofninum eftir því sem erfðanefnd telur ástæðu til.
  • Teknar verði saman upplýsingar um breytileika í svipgerð innan stofnsins.

Hundar

  • Erfðanefnd taki upp beint samband við deild íslenska fjárhundsins hjá Hundaræktarfélagi Íslands og fái reglulegar upplýsingar um stofnstærð og erfðafræðilega stöðu stofnsins.
  • Stutt verði við sérstök verkefni til verndar stofninum eftir því sem erfðanefnd telur ástæðu til.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2014). Varðveisla erfðaauðlinda – Landsáætlun um verndun og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði 2014-2018. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins

Address

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Stay with us